Midnight Hour sjal
Prjónað sjal úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk með garðaprjóni og affellingu með picot.
DROPS Design: Mynstur ks-140 (Garnflokkur A+A eða C)
Mál: ca 40 cm meðfram miðju lykkju og ca 142 cm meðfram efri hlið.
Garn: Drops Kid-Silk
- Gallabuxnablár nr 27: 50 g
- Sæblár nr 28: 50 g
Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 7 – eða þá stærð sem þarf til að 13 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm
Uppskrift má nálgast frítt hérna og garnið kaupir þú hérna eða heimsækir okkur í verslunina.