Ég vafra mikið um netið og sé oft fallega prjónaða og heklaða hluti. Sumt af því kann ég ekki og annað hef ég ekki séð áður en ef það vekur áhuga minn set ég það á „to do“ listann minn yfir eitthvað sem ég ætla mér að læra. Ég prjóna mikið en það er samt ótrúlegt hvað hægt er að rekast á sem maður hefur ekki séð áður. Eitt af því var þetta prjón „Daisy stitch eða Star Stitch Pattern“ sem ég veit ekki íslenskt heiti á, en mér þykir þetta fallegt að sjá og ekki skemmir fyrir að þetta er einfalt að prjóna.
Skoða bloggfærslu