Make It sjalið
Garn: 6 dokkur DROPS Puna (50g, 110m), litur ljósgrár nr. 07 og 2 dokkur af Make It Tweed fylgiþræði (50g, 475m), litur Earthy nr. 07.
Allt sjalið er heklað með tvöföldum þræði, einum þræði af hvorri tegund.
Heklunál: 4,5 mm, eða sú stærð sem þarf til þess að ná réttri heklfestu.
Heklfesta: 16 hálfstuðlar x 11 umferðir = 10 x 10 cm, fyrir þvott.
Heklfesta er ekkert það mikilvæg í þessu sjali, en önnur heklfesta getur haft þær afleiðingar að uppgefið garnmagn dugar ekki til. Uppskriftin er samt sem áður þannig að það er hægt að nota hvaða grófleika af garni sem er, en það breytir hins vegar líka garnmagninu.
Stærðir: Sjalið er ca 50 cm á hæð við miðju og ca 115 cm á lengd frá miðju að enda, eða um 230 cm á lengd frá öðrum enda til hins.