Ullarætan er kölluð ýmsum nöfnum. Upprunalegt nafn hennar virðist vera Bavarian Crochet og er hún líklegast ættuð frá Þýskalandi. Hún er einnig kölluð Catherine Wheel Stitch Square en það nafn er ekki mjög algengt. Heklbloggarinn Sarah London gaf henni nafnið Wool Eater og kom henni þar með aftur á kortið og gerði hana vinsæla.
Ég ákvað að halda nafninu Ullaræta því mér finnst það passa svo skemmtilega við þar sem garnið hreinlega hverfur eftir því sem hún stækkar.