Nóel barnapeysa
Falleg peysa með mynstri við boðunga hvoru megin. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Listar/boðungar prjónaðir um leið.
Stærðir: 2 (4) 6 (8) ára
– Yfirvídd ca: 66 (72) 75 (77) cm
Garn: Drops Baby Merino
- 200 (250) 250 (300) g, litur á mynd nr 56
Prjónar:
- Hringprjónn 40-60 cm nr 2,5 og 3
- Sokkaprjónar nr 2,5 og 3 (einnig hægt að nota 23-30 cm hringprjóna eða Addi CraSyTrio)
Prjónfesta: 27 lykkjur x 40 umferðir = 10×10 cm á prjóna nr 3 í sléttu prjóni
Annað: 8 (8) 9 (10) tölur, nokkur prjónamerki