Bylgja barnapeysa
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Tvöfaldur kantur í hálsmáli og upphækkun á bakstykki. Kaðlamynstur á framstykki. Þegar berustykki líkur eru ermalykkjur settar á þráð og bolur prjónaður áfram í hring. Síðan ermar í hring.
Stærðir:
- 12-18 mán (2) 3 (4) 6 (8) 10 ára
- Yfirvídd: 60 (62) 64 (66) 72 (76) 80 cm
- Ermalengd: ca 23 (26) 27,5 (32) 37 (40) 44 cm
Garn: Lillemor ByPermin
- 6 (7) 8 (8) 10 (11) 12 dokkur (Litur á mynd nr 05)
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 40-60 cm nr 3 og 3½. Einnig hægt að nota Addi CrazyTrio prjóna í stað sokkaprjóna.
Prjónfesta: 26L x 34 umf = 10×10 cm á prjóna nr 3½ í sléttu prjóni.
.Rafræn uppskrift berst eftir að kaup hafa verið staðfest.
Versla uppskrift á Ravelry