Ég prjónaði þess vettlinga á Maíu á meðan ég sat yfir jólasteikinni á aðfangadag 2013. Einfaldir en skemmtilegir á litlar hendur og ég fékk tækifæri til að prjóna uglu sem ég hef svo oft séð á prjónasíðunum. Læt hér fylgja með uppskrift ef einhver vill prjóna svona vettlinga. Einfalt að prjóna úr grófara garni til að fá eitthvað stærri vettlinga en þessir eru sennilega uppí ca. 4ra mánaða.
Lesa bloggfærslu