Hekluð/þæfð sessa með röndum og gatamynstri, hekluð í hring frá miðju.
DROPS Design: Mynstur ee-630 (garnflokkur E eða C+C)
Stærð: Þvermál fyrir þæfingu ca. 56 cm. Eftir þæfingu ca. 34 cm.
Garn: Drops Eskimo
- 150 g litur 01, natur
- 100 g litur 30, ljósbleikur
- 50 g litur 31, pastelblár
- 50 g litur 26, bleikur
- 50 g litur 54, millifjólublár
- 50 g litur 12, ljósblár
- 50 g litur 35, lime
- 50 g litur 24, gulur
- 50 g litur 66, sægrænn
- ATH: Efnismagnið á við um allar 3 sessurnar. Ef einungis á að hekla eina sessu þá þarf 50 g af hverjum og einum lit af þeim litum sem sýndur er á mynd af sessum.
Heklfesta: 8 tvíbrugðnirstuðlar verða 10 cm.
Heklunál: nr. 9
Uppskrift má nálgast frítt hérna og garnið kaupir þú hérna: Drops Eskimo eða heimsækir okkur í verslunina.