Mig langaði til að hekla smekk á Maíu sem ég gæti notað sem matarsmekk. Hún slefar ekkert af viti svo mig vantaði ekki slefsmekk. Ég fann nokkrar uppskriftir af smekkjum á netinu og prufaði einhverjar þeirra. Þrátt fyrir að þetta væru allt fínustu smekkir þá var ég ekki að finna neinn sem mér fannst nógu einfaldur. Ég var ekki að nenna neinu dúlleríi.
Dag einn var ég að gramsa í Rauða kross búðinni og fann gamlan heklaðan smekk. Hann var stílhreinn og einfaldur, einmitt það sem ég var að leita að, svo ég keypti hann. Þessi gamli smekkur var fyrirmyndin að Maíu smekknum.