Drops Nepal Mix – grár
Flott garn fyrir hversdaginn!
DROPS Nepal er yndislegt, gróft og vandað garn spunnið úr 35% ofurfínni alpakka ull og 65% Peruvian Highland ull. Þessi blanda sem dregur fram mýkt alpakka ullarinnar á meðan ullin stuðlar að því að flíkur haldi lögun sinni vel. Báðar trefjarnr eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Með þessu er haldið í gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem það gefur betri lögun og áferð.
Spuninn af 3 þráðum gefur spennandi, grófa og fallega lykkjumyndun. Fljótlegt er að prjóna/hekla úr DROPS Nepal og hentar það einnig vel til þæfingar, útkoman eru flíkur sem hafa jafna og mjúka áferð.
DROPS Nepal inniheldur blandaða liti, það þýðir að mismunandi litir ullarinnar eru kembdir saman fyrir spuna, útkoman verður blönduð litasamsetning.
65% Ull, 35% Alpakka ull
50 gr = um 75 metrar
Drops garnflokkur C – Aran grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 5
Prjónfesta: 17 lykkjur x 22 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris / Hentugt til þæfingar
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Nepal á heimasíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Nepal á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropsnepal þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu!