DROPS Daisy – marsipan
Upplýsingar um vöruna
DROPS Daisy er mjúkt garn sem er ekki meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél (non superwash), spunnið úr 100% extra fínni merino ull. Ullartrefjarnar sem notaðar eru í þetta garn eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru aðeins þvegnar og ekki meðhöndlaðar með neinni efnameðferð fyrir litun. Þetta eykur náttúrulega eiginleika ullarinnar, gerir trefjunum kleift að anda betur og veitir betri formstöðugleika og áferðargæði.
DROPS Daisy er búið til úr 4 þráðum sem eru spunnir saman, sem gefur garninu aukna mýkt, skilar sér í fallega afmörkuðum lykkjum sem hentar sérstaklega vel fyrir kaðla, áferðamynstur og perluprjón. Sérstök uppbygging þessa garns gerir það líka sérstaklega mikilvægt að meðhöndla flíkina rétt: gakktu úr skugga um að þú sért með rétta prjónfestu – notaðu því þétta prjónfestu frekar en lausa og fylgdu leiðbeiningum um þvott og umhirðu.
Eins og í öllu merino garninu okkar er merino ullin fyrir DROPS Daisy upprunnin frá free-range, mulesing -free dýrum frá Suður-Ameríku.
Garnið hefur Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 23.HPE.36896), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að garnið hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í peysur, flíkur, teppi og fleira.
» Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
» Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvuskjám á sama hátt geta litaeiningarnar verið mismunandi á milli litabaða.
Hvernig á að þvo þetta garn?
Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris.
DROPS Daisy er garn sem ekki er meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél (non superwash), sem þýðir að það á að þvo það í höndum. Sem sagt, það eru nokkrar mikilvægar leiðbeiningar þegar kemur að því að þvo þetta garn:
- Fylgdu þvottaleiðbeiningum sem eru á miðanum á garninu og á litakorti fyrir garnið.
- Þvoðu merino ullina í höndum á 30 gráðum.
- Ef þarf, notaðu væga vindingu á þvottarprógrammi sem TEKUR EKKI inn vatn.
- Þvoðu flíkina sér, notaðu fullt af vatni.
- Notaðu lítið magn af ullarsápu (án enzyma og bleikiefna).
- ALDREI að nota mýkingarefni (ullartrefjarnar verða linar og aðskildar).
- ALDREI að láta liggja í bleyti!
- ALDREI að skilja flíkina eftir í þvottavélinni í langan tíma!
- ALDREI að láta hanga til þerris, láttu flíkina þorna flata í réttu formi.
» Sjá þvottaskýringar.
» Lesa meira um þvottaleiðbeiningar fyrir garn.