Drops Alpaca – hveiti
Alltaf í uppáhaldi framleitt úr hreinni og mjúkri alpakka
DROPS Alpaca er mjúkt garn spunnið úr 100% ofur fínni alpakka. Alpakka trefjarnar eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
Þessi gæði eru spunnin úr 3-þráðum sem gefur garninu auka snúning og fallega áferð. Garnið hefur breitt úrval lita, frá litsterkum litum til daufari lita, náttúrulegra lita og blandaðra lita. Nýjasta viðbótin eru blandaðir litir, sem þýðir að mismunandi litir ullarinnar eru kembdir saman fyrir spuna, útkoman verður blönduð litasamsetning.
DROPS Alpaca hefur breitt vöruúrval mynstra í DROPS vörulínunni. Flíkur gerðar úr þessu garni eru léttar og þægilegar, sérstaklega mjúkar að húðinni og hafa fallegan gljáa.
Langar þig að blanda saman garntegundum?
Drops Alpaca og Drops Kid-Silk gefur hlýja og mjög viðkvæma garnblöndu. Tveir þræðir úr garnflokki A sameinað = garnflokkur C, sem gefur prjónfestu með 16 lykkjum x 20 umferðir = 10 x 10 cm, með prjónum 5.5, sem passar vel fyrir mynstrin okkar í garnflokki C.
Smelltu hér til að lesa meira.
Ertu að hugsa um að þæfa þetta garn?
Sjáðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu.