DellaQ Maker´s Mesh Tote
Mesh Tote taskan frá DellaQ er í þægilegri stærð og rúmar auðveldlega stór verkefni auk fylgihluta. Töskunni er hægt að loka með 4 smellum, eins og við þekkjum frá Oh Snap töskunum frá DellaQ
Innan í töskunni er nóg pláss fyrir handavinnuverkefnið, fylgihlutina og uppskriftina, einnig fyrir persónulega hluti eins og til dæmis fartölvu, spjaldtölvu, síma og seðlaveski. Innan í töskunni eru skæri í hulstri og gegnsær vasi fyrir t.d. uppskriftina. Góð handföng og einnig stillanleg ól svo hægt er að hafa töskuna sem handtösku, axlartösku eða á ská yfir öxlina (e. cross-body bag).
Taskan lokast vel, með 4 smellum, svo allt innihaldið skili sér örugglega heim.
Taskan er 38 x 25 x 15 cm að stærð.


























