Drops Safran – hvítur
Flott bómullargarn í öllum litum!
DROPS Safran spunnið úr kembdum, löngum trefjum frá egypskri bómull. Garnið er spunnið úr mörgum þunnum þráðum sem eru snúnir saman í pörum, áður en þeir eru snúnir aftur saman. Þessi aðferð gefur sérlega slitsterkt garn og marga áferðar möguleika!
DROPS Safran hefur verið á markaðnum í mörg ár og er mjög vinsæll kostur vegna gljáans, mýktar og úrval fallegra lita. Garnið hentar í flíkur fyrir allar aldurshópa, sérstaklega fyrir sumarfatnað, barnaföt og fylgihluti.
100% bómull
50 gr = um 160 metrar
Drops garnflokkur A – Smáband (Fingering / Sport grófleiki)
Prjónar & heklunál: nr 3
Prjónfesta: 24 lykkjur x 32 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í þvottavél 40º með vægri vindingu / Leggið flíkina flata til þerris
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Safran á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Safran á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropssafran þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu
Made in EU
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (vottorð númer 951032), Standard 100, flokkur I. Þetta þýðir að það hefur verið prófað og er alveg laust við skaðleg efni og er öruggt til notkunar fyrir manneskjur. Flokkur I er í hæsta stigi og það þýðir að garnið hentar fyrir fatnað á börn (á aldrinum 0-3 ára).