Drops Cotton Merino – hindberjasorbet
Garn sem þolir þvott í þvottavél sem hentar öllum árstíðum!
DROPS Cotton Merino er samblanda af ofur fínni merino ull og bómull með löngum trefjum. Við höfum valið að kemba ekki saman bómullina og ullina, það upphefur eiginleika trefjanna betur sem og jafnframt náum við fram líflegri litum og áferð. Eins og allt okkar merino garn þá kemur merino ullin frá frjálsum dýrum í Suður-Ameríku.
Garnið samanstendur af mörgum þunnum þráðum sem spunnir eru saman, sem gefur garninu bogalaga áferð og fyllingu og hentar vel til þess að prjóna mynstur með áferð, kaðla og perluprjón. Með þessari uppbyggingu þá er sérlega mikilvægt að meðhöndla garnið rétt: Vertu viss um að vera með rétta prjónfestu og vertu frekar með stífari prjónfestu en lausari. Ekki þvo flíkina úr of heitu vatni, aldrei að leggja flíkina í bleyti og látið flíkina þorna þegar hún liggur flöt.
Mjög gott er að vinna með DROPS Cotton Merino það gefur fallegar flíkur með augljósum og jöfnum lykkjum. Ullin er meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél og garnið milt viðkomu við húðina og hentar því vel fyrir ungbarna og barnafatnað.
Cotton Merino er samblanda af gæða merino ull og úrvals bómull með löngum trefjum. Garnið samanstendur af mörgum þunnum þráðum sem spunnir eru saman. Þannig fær garnið bogalaga áferð og fyllingu og hentar vel til þess að prjóna mynstur með áferð, kaðla og perluprjón.
50% Ull, 50% Bómull
50 gr = um 110 metrar
Drops garnflokkur B – DK / Worsted grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 4
Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Cotton Merino á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Cotton Merino á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropscottonmerino þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu!