Drops Cotton Light – villt orkidéa
Flott bómullargarn fyrir sumarið
DROPS Cotton Light er yndislegt og mjúkt garn með blöndu af 50% bómull og 50% polyester micro. Míkrótrefjarnar eru þynnri en silkiþræðir, þeir draga ekki til sín raka. Þetta blandað saman við bómull, gefur bæði sumar og vetrar flíkur sem anda. Garnið er slitsterkt og með góða lögun.
DROPS Cotton Light er meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel fyrir barnaföt, það er til í mörgum skemmtilegum og skærum litum. Garnið er spunnið með mörgum þráðum sem gefur slétta og fína áferð.
Vinsamlegast athugið, ef þú ætlar nota þetta garn til að hekla með, þá á garnið til með að skipta sér vegna þess hversu slétt og mjúkt það er.
50% bómull, 50% polyester
50 gr = um 105 metrar
Drops garnflokkur B – Léttband (DK grófleiki)
Prjónar & heklunál: nr 4
Prjónfesta: 21 lykkjur x 28 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Leggið flíkina flata til þerris
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Cotton Light á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Cotton Light á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropscottonlight þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu
Made in EU
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (vottorð númer 951032), Standard 100, flokkur I. Þetta þýðir að það hefur verið prófað og er alveg laust við skaðleg efni og er öruggt til notkunar fyrir manneskjur. Flokkur I er í hæsta stigi og það þýðir að garnið hentar fyrir fatnað á börn (á aldrinum 0-3 ára).