Drops Brushed Alpaca Silk – sæt orkidé
Gæða blanda af burstaðri alpakka og mulberry silki
Fallegt garn með gæðablöndu af kembdri, ofur fínni alpakka ull og háþróuðu skínandi silki!
Silkimjúkt DROPS Alpaca Silk er með þróaðan litaskala frá ljósu beige og gráum tónum að fallegum rauðum- og fjólubláum litatónum.
Garnið er létt í sér og kemur á óvart hversu hlýja eiginleika það hefur og er þess vegna tilvalið bæði í minni og stærri flíkur. Með grófum prjónum er hægt að ná fallegum árangri á stuttum tíma.
DROPS Alpaca Silk hentar einnig vel til þess að prjóna mynstur með áferð með öðrum garntegundum og árangurinn verður dásamlega mjúkur!
77% Alpakka ull, 23% Silki
25 gr = um 140 metrar
Drops garnflokkur C – Aran / Worsted grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 5
Prjónfesta: 17 lykkjur x 22 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Brushed Alpaca Silk á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Brushed Alpaca Silk á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropsbrushedalpacasilk þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu!