Drops Baby Merino – lavander frost
Sérlega fín merino ull sem hefur verið meðhöndluð til að þola þvott í þvottavél
Innihald: 100% Merino ull
Þyngd/lengd: 50 gr = um 175 metrar
Prjónar & heklunál: nr 2,5 – 3
Prjónfesta: 24 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm
Drops garnflokkur A – Fingering / Sport grófleiki
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
DROPS Baby Merino er spunnið úr ofur fínni merino ull af frjálsum dýrum í Suður Ameríku. Mjög mjúkt garn sem ekki klæjar af, mjög hentugt fyrir ungbarnahúð. Garnið er meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar.
DROPS Baby Merino er spunnið úr mörgum þunnum þráðum, spuninn gerir garnið teygjanlegra. Þessi sérstaka uppbygging gerir það að verkum að nauðsynlegt er að meðhöndla garnið rétt. Mikilvægt er að passa vel uppá prjónfestuna, prjónaðu frekar fast en laust. Ekki þvo flíkina í of heitu vatni og ekki láta hana liggja í bleyti. Látið flíkina liggja flata og þorna.
Garnið er kaðalspunnið, sem gerir það að verkum að lykkjurnar sjást vel og árangurinn verður jafn og fínn.
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Baby Merino á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Baby Merino á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropsbabymerino þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu!