Drops Alpaca Bouclé Mix – ljósbeige
Mjúkt, létt og fullt af lykkjum
DROPS Alpaca Bouclé er yndislegt garn með ójafnri áferð spunnið úr ofur fínni alpakka. Trefjarnar í garninu eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
“Bouclé” er franska orðið yfir lykkja og vísar til allra þeirra smáu lykkja sem eru í hreinni alpakka sem gefur garninu sérstakt útlit og upphefur mýkt trefjanna. Garnið er spunnið með 2-þráðum þar sem bindiþráðurinn er blanda af ull og nylon sem styrkir bandið. Flíkur úr DROPS Alpaca Bouclé eru léttar og loftkenndar.
80% alpakka, 15% ull, 5% polyamide
50 gr = um 140 metrar
Drops garnflokkur C – Þykkband (aran / worsted grófleiki)
Prjónar & heklunál: nr 5
Prjónfesta: 17 lykkjur x 22 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris / Hentugt til þæfingar
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Alpaca Bouclé á heimsíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Alpaca Bouclé á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropsalpacaboucle þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu.
DROPS Alpaca Bouclé inniheldur nokkra blandaða liti, sem þýðir að mismunandi litir ullarinnar eru kembdir saman fyrir spuna, útkoman verður blönduð litasamsetning.