Bella – kamel (nr 57)

1.860 kr.

Bella er ein vinsælasta garntegundin hjá Permin. Samsetningin er klassísk kid mohair og ull, sem gefur loðið og sítt yfirbragð með löngum mohair þráðum. Garnið er létt og hlýtt og hentar sérstaklega vel í stórar peysur, þar sem það heldur léttu og loftkenndu útliti.

Bella kemur í hreinum litum á meðan Bella Color er marglitt sem gefur flíkinni þinni handlitað yfirbragð.

75% mohair, 20% ull, 5% polyamid
50 gr = 145 metrar
Chunky grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 6
Prjónfesta: 14 lykkjur og 22 umferðir = 10×10 cm
Handþvottur / leggið niður til þerris

» Skoðaðu hvað aðrir hafa heklað/prjónað úr ByPermin Bella á Ravelry.

Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #byperminbella þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á samfélagsmiðlum

Á lager