Bella Color – Mint
Bella er ein vinsælasta garntegundin hjá Permin. Samsetningin er klassísk kid mohair og ull, sem gefur loðið og sítt yfirbragð með löngum mohair þráðum. Garnið er létt og hlýtt og hentar sérstaklega vel í stórar peysur, þar sem það heldur léttu og loftkenndu útliti.
Garnið kemur vel út eitt og sér en það er einnig gaman að setja einlitan þráð með í hvaða grófleika sem er.
75% mohair, 20% ull, 5% polyamid
50 gr = 145 metrar
Chunky grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 6
Prjónfesta: 14 lykkjur og 22 umferðir = 10×10 cm
Handþvottur / leggið niður til þerris