Ég hef lengi öfundað prjónara af öllu útprjóninu sem eru í prjónuðum tuskum. En ég ákvað að hætta þessari öfund og hanna bara mínar eigin tuskur með fallegu mynstri eða “úthekli”. Útkoman varð þessar 5 tuskur og tókst mér barasta vel til þótt ég segi sjálf frá. Mynstrin eru misflókin og því ekki víst að uppskriftin henti fyrir algera byrjendur.
Uppskriftin er eingöngu seld í rafrænu formi.