Prjónað í nóvember

Tíminn flýgur áfram og árið að enda. Í nóvember var prjónað nema hvað 🙂 Nokkuð var um einfalda hluti hjá mér þar sem ég ætlaði að vera með Guðmundu minni á jólamarkaði og skellti því í nokkra smáhluti fyrir hann.

Þessa fallegu sokka hef ég prjónað áður en ákvað að nota Navia garn í þetta sinn þar sem ég á svo mikið af því.

Áttablaðaróssokkar
Skóstærð:
 25
Garn: Navia Duo
Prjónar: nr. 4

Áttablaðarós með stundaglashæl Navia_merkt_m

Áttablaðaróssokkar
Skóstærð:
26
Garn: 
Navia Duo
Prjónar: nr. 4½

Áttablaðarós með garðaprjónshæl Navia merkt m

Elínborgarsokkar, úr bókinni Sokkaprjón e. Guðrúnu S. Magnúsdóttur
Skóstærð: 26-28
Garn: 
 Easy Care Big skóstærð 26-28
Prjónar nr. 

Elínborgarsokkar merkt m

 

Frozen vettlingar, uppskrift frá Ásu Hildi
Garn:
 Bsaak og Kar-Sim
Prjónar: nr 4
Stærð: 6-8 ára

Frozen vettlingar Easy Care Big merkt minnkud

Jólakúla, uppskrift frá Handverkskúnst
Garn: Glicer garn
Prjónar: nr 2½

Þetta garn ákvað ég að prófa í stað bómullargarns sem ég nota venjulega í jólakúlur og bjöllur. Garnið er til í mörgum litum og fæst hjá Bjarkarhól eða á www.garn.is Jólakúlur koma fallega út í skrautgarni.

Jólakúla Glicer garn2 merkt m

 

Systir mín bað mig að prjóna eina húfu fyrir sig sem hún ætlaði að gefa í sængurgjöf. Þessi húfa með stjörn kemur vel út í tvöfalda prjóninu.

Stjörnuhúfa
Stærð: 6-9 mánaða
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar: nr 2½

Tobbu húfa saman merkt

 

Þessa fallegu hnésokka prjónaði ég handa Maíu lita gullinu mínu. Þeir eru aðeins og stórir en hún vex hratt 🙂

Hnésokkar, úr bókinni Sokkaprjón e. Guðrúnu S. Magnúsdóttur
Garn: Lanett
Prjónar: nr 2½

Hnésokkar Maíu1 merkt

Hnésokkar Maíu merkt

Maía varð 1 árs 18. nóvember og auðvitað varð hún að fá eitthvað fallegt prjónað af ömmu <3 Ég ákvað að prjóna vettlinga með þumli á hana og háa upp á handlegginn svo hún rifi þá ekki auðveldlega af sér.

Maíu sett
Garn:
Dale Baby Ull
Prjónar: nr 3½

Húfusett Maíu sameinað

 

Maía Sigrún er einstaklega forvitin og það var annað mun áhugaverðara í gangi í næsta herbergi en að stilla sér upp í myndatöku fyrir ömmu.  En hún tekur sig vel út sem settið og verður hlýtt í vetur.

Prjónakveðja
– Guðrún María

Skildu eftir svar