Þessar litlu jóladúllur eru með klassísku sniði. Eins og svo oft áður þá sótti ég innblástur i gamalt hekl. Ég elska að finna gamlar dúllur á nytjamörkuðum og nota mynstrin úr þeim til þess að skapa eitthvað nýtt.
Það er ótrúlega einfalt að hekla þessar dúllur og í raun svo einfalt að það varð erfitt að skrifa uppskriftina niður. Það vill oft verða þannig að erfiðast er að útskýra það einfaldasta. Þið kannist kannsi við það?
Eftir að dúllan hefur verið hekluð má títa hana niður og móta. Bæði er hægt að hafa hana sexhyrnda og hringlótta. Ég var ekkert að stífa dúllurnar mínar, notaði bara hreint vatn.
Ég nota dúllurnar mínar undir kertastjaka. En það mætti einnig tengja þær saman og gera stærri dúk.
Þið getið sótt uppskriftina í pdf skjali eða bara hér fyrir neðan.
Skammstafanir LL – loftlykkja |
Fitjið upp 10 LL eða gerið töfralykkju
1. umf: Heklið 3 LL (telst sem ST), 23 ST í hringinn.
2. umf: Heklið 9 LL (telst sem ST og 6 LL), [ST í næstu 4 ST, 6 LL] x 5, ST í síðustu 3 ST, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim níu sem heklaðar voru í byrjun umf.
3. umf: Heklið KL yfir í næstu LL, 3 LL (telst sem ST), 10 ST í sama LLboga, [11 ST í næsta LLboga] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru i byrjun umf.
Hér eftir er eingöngu heklað í aftari lykkju stuðlanna.
4. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 8 ST, 2 LL [sl. 2 ST, ST í næstu 9 ST, 2 LL] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
5. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 6 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 7 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. 1 ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
6. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 4 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 5 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
7. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 2 ST, [4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, ST í næstu 3 ST] x 5, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, lokið umf með 1 LL, ST í 3ju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun.
8. umf: Heklið FP utan um ST sem var gerður til að loka fyrri umf, [5 LL, FP í næsta LLboga] endurtakið út umf, lokuð umf með KL í fyrsta FP umf.
9. umf: Heklið FP, HST, ST, LL, ST, HST, FP í hvern LLboga umf, lokið umf með kl í fyrsta FP umf.
Njótið vel og góða skemmtun að hekla
Elín