Í ár fóru nokkrir hlutir frá mér í jólapakkana. Ég ætlaði að prjóna sokka handa öllum í jólagjöf en endaði á því að prjóna 4 sokkapör, 2 vettlingapör, sjal og utan um léttvínsflöskur.
Systurdætur mínar búa í Kaupmannahöfn. Sofia frænka er dugleg að biðja um alls konar vettlinga en Sunneva frænka er aftur á móti sú sem fær hnéháa sokka fyrir veturinn. Svo í þetta sinn fóru vettlingar í jólapakkann til hennar.
Rós vettlingar, uppskrift úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin
Garn: Arwetta Classic (fjólublár og ljósbrúnn)
Prjónar: nr 2½
Hlið A Hlið B
Mágkona mín hún Debbie kom ásamt bróður mínum yfir jólin frá Seattle. Ég prjónaði á hana líka vettlinga.
Fugl vettlingar uppskrift úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin
Garn: Mayflower sokkagarn (rautt og svart)
Prjónar: nr 2½
Fyrst ég var búin að prjóna tvenna vettlinga ákvað ég að prjóna líka á Ellý systur.
Opin stjarna vettlingar
Garn: Arwetta Classic (hvítur og deminblágrænn)
Prjónar: nr 2½
Mágur minn hann Maggi, Pétur bróðir og Micha frændi fengur sokka. Ég hef aldrei prjónað handa þeim og þótti tilvalið að gefa þeim fallega sokka. Fyrir valinu urðu sokkar úr norskri sokkabók sem ég held mikið uppá, Sokker, strikking hele året eftir Bitta Mikkelborg, uppskriftin heitir Motorsyklistens pensokk
Péturs sokkar
Garn: Trekking Sport, deminblár
Skóstærð: 54
Prjónar: nr 2,75
Nærmynd af sokkunum, skemmtileg úrtakan við hælin
Magga sokkar
Garn: Trekking Sport, dökkgrár
Skóstærð: 43
Prjónar: nr 2,75
Báðir voru alsælir með sokkana sína og þeir smellpössuðu
Micha sokkar
Garn: Opal sokkagarn, blátóna
Skóstærð: 39
Prjónar: nr 2½
Skottan hún Stína frænka fékk líka sokka úr bókinni hennar Bittu. Fyrir valinu varð uppskriftin Vilje sem mér þykja svo fallegir.
Stínu sokkar
Garn: Hot Socks New Jaquard
Skóstærð: 34
Prjónar: nr 3½
Sofia frænka á nokkuð marga vettlinga eftir mig. Hún er afskaplega hrifin af áttablaðarósinni svo mér þótti það alveg snilldarhugmynd að prjóna handa henni utan um rauðvíns- og hvítvínsflöskur.
Rautt eða hvítt
Garn: Basak og Kar-Sim
Prjónar: nr 3½
Ég hannaði í sumar 2 tegundir af færeyskum sjölum. Mamma hreifst svo af þeim svo auðvitað fékk hún eitt í jólagjöf í ár.
Demantar sjal
Garn: Snældan, færeysk ull
Prjónar: nr 5½
Mynd af samskonar sjali frá því í sumar. Mamma heillaðist af þessum dökkrauða lit á fallegu sjali
Að lokum læt ég fylgja með eina vettlinga sem ég prjónaði í byrjun desember fyrir Sofiu frænku. Alltaf klassískir þessir
Áttablaðarósin
Garn: Kambgarn (brúnn og grár)
Prjónar: nr 3
Gleðilegt nýtt ár!
Prjónakveðja
Guðrún María