Önnur byrjun. Annað blogg.

Þá er ég (Elín) fomlega hætt að blogga undir nafninu Handóð – sem ég hef gert síðustu 3 ár. Ástæðan fyrir því er að það er bara einfaldara. Við mamma (Guðrún) fórum af stað með hekl- og prjónanámskeið síðasta haust undir nafninu Handverkskúnst. Síðan þá hef ég verið að glíma við að finna út á hvorum staðnum ég á að deila hugmyndum og reynt að vera með sitthvort efnið á sitthvorum staðnum. Þvílíkur hausverkur.

Þannig að þegar hugmyndin vaknaði hjá mér að sameina Handóð og Handverkskúnst þá var það algerlega málið. Óþarfi að hafa þetta flóknara en það þarf að vera.

Allt efnið af gömlu síðunni verður á þessari síðu og ég mun halda áfram að blogga um hekl og setja inn efni um hekl. Prjónamaskínan hún mamma mun svo sjá um að blogga um prjón og setja inn efni um prjón.

Ég vona að allir lesendur Handóðrar fylgi mér hingað og hafi bara gaman af breytingunum.

Elín c”,)

 

Skildu eftir svar