Næsti kollur takk

Veit ekki hvort ég minntist á það í fyrra koll blogginu mínu en ég keypti tvo kolla í Góða. Annar var ætlaður Móra og hinn Aþenu. Það tók mig aðeins lengri tíma að gera Aþenu koll. Gerði reyndar tvær útgáfur. Þessi fyrri sem ég sá svo flott fyrir mér í hausnum á mér var bara alls ekkert flott þegar komið var á kollinn. 


Ég var þó sátt með síðari útgáfuna og finnst mér hann bara soldið sætur. 
Uppskriftina fékk ég á bloggi hjá heklara sem kallar sig byPetra.



Finnst kollurinn bara passa vel inn hjá prinsessunni.


Kollarnir tveir saman.
 

Ólíkir en báðir flottir – þótt ég segi sjálf frá.

Skildu eftir svar