Nýr erfingi – nýtt teppi

Nú er það orðið opinbert að ég á von á enn einum erfingjanum. Í þetta sinn er lítil dama á leiðinni. Sem er voða spennandi þar sem ég á tvo yndislega stráka fyrir. Svo fæ ég alltof sjaldan tækifæri til að hekla bleik teppi.

533566_484502701641266_667069689_n20 vikna sónarmynd og byrjunin á nýja teppinu.

1017428_481472078610995_105546615_nMín með 20 vikna bumbu.

Ég beið og beið eftir 20 vikna sónarnum til að geta farið að versla garn í “réttu” litunum. Ég var svo viss um að ég væri að fá þriðja strákinn að ég var alveg með það á hreinu hvaða stráka liti ég ætlaði að nota. En svo kom í ljós að lítil stelpa var á leiðinni og þá var ég engan vegin með litavalið á hreinu. Við mamma skelltum okkur í A4 og röðuðum saman litum þar til ég var sátt með mitt.

025

029Ég endaði á að kaupa mér Dale Baby Ull því það er í uppáhaldi hjá mér. 
Valdi mér þessa fimm liti.

Ferningarnir sem ég er að hekla kallast Granny Arrow Square. Á rúmri viku er ég búin að hekla næstum alla 70 ferningana sem þarf í teppið. En ég sé það að ég á eftir að vera heillengi að ganga frá öllum endunum. Ég ákvað raða litunum ekki eins í öllum ferningunum og tók myndir af ferningunum eftir því að þeir stækkuðu, finnst gaman að sjá mismunandi litasamsetningarnar þróast. Og ég verð að segja að mér finnst þessir litir sem ég valdi mér passa alveg svakalega vel saman.

4umf4 umferðir komnar.

5umf5 umferðir komnar.

6umf6. umferðir komnar.

Að lokum læt ég fylgja með eina mynd af stóra litla barninu mínu honum Móra
sem er dyggur aðstoðarmaður mömmu sinnar þegar kemur að öllu garntengdu.

003

 

Teppakveðjur
Elín c”,)

Skildu eftir svar