Endalausir endar

Þá er ég loksins búin að ganga frá endunum á ferningunum mínum. Var ekki viss um að ég myndi komast í gegnum þetta.

Þessi ferningur bauð ekki upp á að hekla yfir endana og ganga þannig frá þeim jafnóðum. Því sat ég uppi með endalausa enda. Ég reiknaði út að þetta hafi verið 980 endar.

Mér finnst ég hafa verið heila eilífð að þessu en ég er búin að vera næstum jafn lengi að ganga frá endunum og ég var að hekla ferningana sjálfa.

Mamma hefur minnt mig á að ég sé ekki búin að vera lengi með teppið, byrjaði á því 9. júlí. Ég er greinilega ekki þolinmóðari en þetta.

image

image

Er súper spennt fyrir því að sauma ferningana saman og hekla utan um teppið.

Símakveðjur
Elín

Skildu eftir svar