Krukkan hans Þorvalds

Þetta er Þorvaldur. Hann er 3 og 1/2 árs.
Og þetta er Þorvaldur með gleðibros og nýju krukkuna sína.

Þorvaldur fær límmiða þegar hann er duglegur að fara að hátta og þegar hann er kominn með nokkra límmiða fær hann að velja sér verðlaun. Fyrstu verðlaunin sem hann bað um að fá var hekluð krukka til að hafa sem næturljós.

Mér fannst þetta of sætt hjá honum og var meira en til í að hekla handa honum bláa krukku.

008

Þorvaldur og mamma hans komu svo í heimsókn í dag að sækja krukkuna hans. Þorvaldur var svo ánægður með krukkuna að hann vildi strax fara heim að sofa.

Krukku-kveðjur
Elín c”,)

Skildu eftir svar