“Málað” með garni

Ég var að klára að hekla teppi og enn einu sinni þá sat ég uppi með heilan helling af endum. Mér finnst svo mikil synd að henda öllum þessum endum því það er hellingur af garni sem fer til spillis.

058 copy

Þannig að ég fór að hugsa hvort ég gæti ekki nýtt þessa enda og mundi þá eftir grein í einu gömlu handavinnublaði þar sem var “málað” með garni. Og þar sem ég er alltaf að pæla í verkefnum sem gætu verið skemmtileg fyrir krakka þá minntist ég á þetta við Mikael – uppáhalds föndrarann minn og tilraundýr – og hann tók bara vel í það.

Einn sunnudaginn settumst við fjölskyldan niður saman og hófumst handa.

064 copy

Móri (18 mánaða) var með í fjörinu. Hann entist alveg í heilan hálftíma.

065 copy

Hann fékk sér líka aðeins að smakka á garninu. Honum fannst það ekki gott.

066 copy

Við Mikael (12 ára) sátum heillengi að “mála”.
Áður en við vissum af því þá höfðum við setið í 1,5 klst.

071 copy

Mikael ákvað að gera Pokémon fígúru.
Hann teiknaði útlínurnar. Límdi garn yfir línurnar og litaði svo myndina.

074 copy

Afrakstur dagsins

077 copy

Myndin hans Móra

080 copy

Fjölskyldumynd sem ég gerði

081 copy

082 copy

Ég gerði líka smá mynstur, bara til að prufa

083 copy

Fígúran sem Mikael gerði

084 copy

085 copy

Annað efni sem við notuðum til að “mála”:

  • Karton pappír
  • Trélitir
  • Taulím – með mjóum stút
  • Skæri
  • Prjónar – til að ýta garninu á sinn stað

Við skemmtum okkur alveg konunglega og mælum algerlega með því að þú og þínir prufið að “mála” með garni ef ykkur langar að föndra eitthvað skemmtilegt saman.

Garn-kveðjur
Elín c”,)

 

 

Skildu eftir svar