Þegar verslunarmannahelgin er liðin hringir alltaf bjalla hjá mér, nú fer haustið að nálgast og ekki seinna að vænna en að fara að huga að hlýrri fatnaði á börnin. Hér áður fyrr prjónaði ég alltaf nýja peysur, húfur, sokka og vettlinga á börnin mín fyrir leikskólann eða skólann en nú eru þau vaxin upp og þá taka barnabörnin við mér til mikillar gleði.
Aþena og Móri eru svo heppin að amma þeirra prjónar og prjónar á þau. Reyndar prjóna ég ekki allt sem mig langar til þar sem þau komast ekki yfir að nota allt saman en lítil prinsessa á leiðinni svo hún fær eitthvað af því sem ég hef ekki prjónað enn á hin, mikil gleði hjá ömmu.
Elín dóttir mín var búin að panta handa Móra (áður en hann fæddist) lambhúshettu og vettlinga í stíl sem hún sá í Navia blaði. Ég keypti því uppskriftina og garn í ferð minni til Færeyja í fyrra og nú er settið tilbúið fyrir litla manninn.
Auðvitað fékk Aþena líka
Þessi sett eru prjónuð úr Navia Duo, sem er ágætis garn frá Færeyjum og ullin stingur ekki.
Svo var ég um daginn á Selfossi og koma við í Hannyrðabúðinni og keypti mér sokkagarn sem heitir Hot Socks.
Var búin að sjá sokka prjónaða úr þessu garni og langaði svo að prjóna sokka úr því. Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að prjóna sokkana með köðlum, gatamunstri eða alveg slétta en þetta varð niðurstaðan. Aþena bleika með gatamunstri en Móri bláa með stroffi og gatamuntri á rist. Bara sátt við þessa sokka, en þau þurfa nú sennilega þykkari sokka svona yfir háveturinn ef þau verða mikið úti að leika…samt sem áður alltaf gaman að eiga fallega sokka.
Nú þar sem ég var komin í prjónahlé frá öðru verkefni og farin að prjóna á krílin, þá prjónaði ég þessa húfu á Aþenu einnig en ég sá þessa á Ravelry (heitir Polku-myssy) fyrir nokkru síðan og hún var alltaf á dagskrá. Ég notaði Navia Duo og prjóna nr. 4 og fékk þá passlega húfu á ca 2ja ára. Einföld húfa að prjóna og skemmtilegt kaðlamunstur á henni.
Svona í lokin eitthvað sem nauðsynlegt er að eiga á börnin, laus kragi í stað trefils.
Ef þig langar til að prjóna eitthvað af þessu sem ég er búin að sýna ykkur þá eru uppskriftir hér á íslensku í PDF skjali:
– Lambhúshetta og vettlingar – Navia
– Móra sokkar, notaði þetta munstur á ristina, er með 48 l í stroffi og endaði með 41 lykkju á fæti.
– Aþenu sokkar, þar studdist ég við þessa uppskrift en hún er á ensku. Fitjaði upp 56 lykkjur á prjóna nr. 3, leggurinn er 14 cm