Við mæðgur fórum í útgáfuteiti Maríu heklbókar sem var haldið í Mál og Menningu í gær.
Búið var að klæða loftið með hekluðum Kríum og var það einstaklega vel heppnað.
Mér fannst smá erfitt að ná góðri mynd af Kríuhafinu.
Máltækið “sjón er sögu ríkari” á svo sannarlega vel við hér.
Tinna áritaði fyrir mig eintak. Það er alltaf gaman að eiga áritað eintak af bók.
Mér líst bara vel á hana Maríu. Mér finnst töff að hún sé í stíl við “systir sína” Þóru.
Ég myndi einnig segja að það séu fleiri verkefni sem höfða til mín í Maríu en Þóru.
Ég er að hugsa um að byrja á að hekla ungbarnahúfuna og ungbarnanærbolinn.
Svo finnst mér stórustrákapeysan spennandi líka. Og dömusokkarnir. Og eitt eyrnaband.
Svona meðal annars…
Ég varð smá klökk þegar ég sá að bókin er tileinkuð sonum hennar Tinnu,
sem báðir áttu að heita María.
Óléttuhormónarnir mínir gera mig afskaplega væmna fyrir öllu svona um þessar mundir.
Hekl-kveðjur
Elín