Maíu smekkur – frí uppskrift

Mig langaði til að hekla smekk á Maíu sem ég gæti notað sem matarsmekk. Hún slefar ekkert af viti svo mig vantaði ekki slefsmekk. Ég fann nokkrar uppskriftir af smekkjum á netinu og prufaði einhverjar þeirra. Þrátt fyrir að þetta væru allt fínustu smekkir þá var ég ekki að finna neinn sem mér fannst nógu einfaldur. Ég var ekki að nenna neinu dúlleríi.

Dag einn var ég að gramsa í Rauða kross búðinni og fann gamlan heklaðan smekk. Hann var stílhreinn og einfaldur, einmitt það sem ég var að leita að, svo ég keypti hann. Þessi gamli smekkur var fyrirmyndin að Maíu smekknum.

027 copyÉg notaði Mirabela bómullargarn í smekkina, keypt í Handprjón. Það er örlítið gróft í sér og mikið sanserað. Þessir eiginleikar gera það að verkum að efnið dregur ekki í sig það sem sullast á smekkinn. Þegar Maía er búin að borða þá skola ég bara af smekknum eftir þörf í vaskinum og legg smekkinn svo til þerris, svo er hann tilbúinn til notkunar aftur. Ég hendi þó smekkjunum líka í þvottavélina við og við.

Annað frábært við Mirabela garnið er að það er geggjað gott litaúrval í því. Næstum því of mikið. Ég fékk allavegana valkvíða þegar ég var að versla mér garn. Langaði helst í alla litina.

051 copy

Smekkirnir eru soldið krumpaðir þegar búið er að hekla þá. Í fyrstu var ég að vesenast með að títa þá niður og bleyta í þeim til að móta þá. En eftir að hafa sett smekkina í þvottavélina í fyrsta sinn þá komst ég að því að það er einfaldlega hægt að bleyta þá og leggja þá til þerris. Þegar þeir þorna hafa þeir mótast og eru reddí.

035 copy

Ég er búin að hekla nokkra smekki fyrir Maíu og þónokkra til viðbótar. Ætla að gefa nokkra smekki til kunningja fólks okkar sem eru að eignast börn á næstunni.

039 copy

043 copy

046 copy

001 (2) copy

006 (2) copy

Ég er ekkert nema ánægð með útkomuna. Fröken Maía er glöð. Er þá ekki tilgangnum náð?

025 copy

 

Ef þig langar að prufa að hekla eitt stykki Maíu smekk
þá getur þú sótt þér uppskriftina hér.

Heklkveðjur
Elín

Skildu eftir svar