Tuskur – heklaðar og prjónaðar

Við mæðgur höfum oft heyrt talað um að prjónaðar eða heklaðar borðtuskur séu albestu tuskur sem hægt er að eignast. Einhverra hluta vegna sat tuskuverkefnið samt sem áður ekki ofarlega á verkefnalista okkar. Við ákváðum í síðustu viku að bæta úr þessu og skelltum í nokkrar tuskur, sem við gefum þér uppskrift af.

Bómullargarn er nauðsynlegt að nota í tuskur þar sem það má þvo í þvottavél við 60°C.

Heklaðar borðtuskur

Mig langaði til þess að hekla tuskur sem væru einfaldar og fljótheklaðar en samt ekki of einfaldar. Því valdi ég þessi þrjú mynstur því þau eru svo einföld að hekla og gefa skemmtilega áferð.

021 copy

Ég notaði bómullargarnið Mirabel frá Handprjón. Það er sanserað og frekar grófgert (hart) viðkomu. Það er þægilegt að hekla úr því og hægt að kaupa það í alltof mörgum litum – sem er ekkert nema æðislegt! Ég veit ekki hvort það komi betra út í tuskum en garn sem er mýkra í sér, það verður að koma í ljós með notkuninni. En ég hef notað Mirabel í smekki og líkað það vel.

023 copy

026 copy
Knippi
028 copy
Stör
030 copy
Þyrping

Uppskrift að hekluðum borðtuskum  finnur þú hér.
(Uppskrift lagfærð og uppfærð 25. 7.14)

Heklkveðja frá Elínu c”,)

 

Prjónaðar borðtuskur

Tuskur allar merkt

Ég nota næstum aldrei bómullargarn nú orðið í prjónaskapinn hjá mér. Ég valdi að prófa tvær garntegundir í tuskurnar sem ég prjónaði. FLOX frá Marks&Kattens sem fæsti í A4 og Anna og Claras bómullargarn sem fæst í Søstrene Grene, báðar þessar garntegundir koma vel út en sjálfsagt er hægt að nota ýmsar aðrar tegundir bara passa að það sé í lagi að því við 60°C í þvottavél. Það fer innan við 1 dokka í hverja tusku svo það sem gengur af í hverru dokku er upplagt að safna saman og prjóna úr því röndótta tusku 🙂

Báðar þessar garntegundir eru fyrir prjónastærð nr 3 en þar sem ég þarf alltaf að nota prjóna sem eru hálfu númeri stærri til að fá sömu prjónfestu og gefin er upp, þá notaði ég prjóna nr 3,5 í tuskurnar mínar.

Allar uppskriftirnar eru einfaldar að prjóna en þær eru ýmist með gatamunstri eða einfaldar með sléttum og brugðnum lykkjum. Auðvelt er að stækka þær ef þörf er á.

Hjarta

Hjarta merkt

 

Tígull

Tígull merkt

Tígull merkt 1

 

ZigZag

ZigZag merkt

ZigZag2 merkt

Kassi

Kassar mrkt

Kassar1 merkt

Það var skemmtilegt að prjóna tuskurnar og ég ætla mér að prjóna fleiri þar sem ég held að þetta sé tilvalið að eiga sem tækifærisgjafir. Uppskriftir af tuskunum finnur þú hér

Í dag held ég til Færeyja að heimsækja ættingja og vini og á örugglega eftir að finna mér tíma til þess að kíkja í nokkrar garnverslanir þar og sjá hvað Færeyingar eru að prjóna þessa dagana.

Prjónakveðja frá Guðrúnu

 

Skildu eftir svar