Kross-saums-tölur

Ég hef áður bloggað um systur mína og vörurnar sem hún er að gera.

Að mínu mati er hún alger krosssaums-snillingur og ég má til með að blogga um nýjung hjá henni. Kross-saums-tölur.

Þær eru ekkert smá sætar. Ekki mjög stórar. Og kosta ekki nema 290 kr. stykkið. 
Sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona skemmtilega vöru.

Hérna eru myndir af peysum sem mamma prjónaði handa Móra og Aþenu.Með Bangsa og Hello Kitty tölum.

Tölurnar setja virkilega skemmtilegan svip á peysurnar…sem eru ansi flottar.

Ef þið hafið áhuga hafið þá endilega samband við hana í gegnum FB síðu Guðrúnardætra.


Fröken Aþena Rós ótrúlega sátt í fínu peysunni sinni
(mynd bætt við færsluna þann 8. júlí)


Skildu eftir svar