Garn og litaúrval

Ég pæli mikið í litasamsetningum og ef ég sé myndir með fallegum litum þá geymi ég þær. Áður en ég byrja svo á nýju verki fletti ég oft í gegnum myndirnar sem ég hef safnað saman og fæ hugmyndir.


Ég lendi hins vegar oftast í veseni því ég finn aldrei garntegund sem er með alla þá liti sem mig langar í. Það er kannski óraunhæft að ætlast til þess. En mér finnst það frekar súrt hvað það er erfitt að finna fallega, bjarta, skæra liti sem svona poppa…en ég er ekki að meina neon. Ef þið skiljið hvað ég meina.


Núna um daginn var ég að fara að byrja á verkefni og var með nokkrar myndir sem mig langaði að styðjast við.

Eigandi: Pricillas


Eigandi: …yarnroundhook…


Eigandi: Vickie Howell


Eigandi: Kristibee1


Eigandi: Emma Lamb



Ég ákvað að nota Kambgarn í verkefnið og arkaði af stað í Hagkaup í Skeifunni til að finna garn. Kannski var bara lélegt úrval þar en mér fannst ég ekki finna litina sem ég leitaði að. Það eru margir fallegir litir í Kambgarni en þeir eru allir frekar daufari en það sem ég var að leita eftir. Sem er allt í lagi líka en ekki alltaf.


Þetta eru svo litirnir sem ég endaði með:


Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur erfitt að finna garntegund sem hefur breitt, fallegt og bjart litaúrval? Kannski þið getið mælt með e-u garni?

Það er svo fyndið að segja frá því að ég var svo djúpt sokkin í þessar garnpælingar mínar í Hagkaup að ég lagði símann minn frá mér í hilluna og skildi hann eftir þar. Var komin alla leið upp á Snorrabraut þegar ég fattaði það. En sem betur fer var e-r heiðarlegur og fór með símann í þjónustuborðið og ég fékk hann aftur c”,)


Skildu eftir svar