Í ferð minni til Færeyja síðast sumar eyddi ég dágóðum tíma í að skoða garnbúðir og stúdera munstur þeirra Færeyinga. Rautt og svart er aðallitur í kvenmannspeysu við færeyska búininginn, sem er afskaplega fallegur og litríkur en það eru þó að koma inn aðrir litir og fleiri útfærslur af búningnum.
Mynd frá http://www.flickriver.com/photos/purkil/
Það var aftur á móti þessi peysa sem ég sá sem á Facebook síðunni “Facebook bindiklubbur” sem var kveikjan að þessum vettlingum sem ég prjónaði í ferðinni minni.
Mynd frá Karina Petersen
Einstaklega falleg peysa og mikil vinna við að prjóna hana á prjóna nr. 2,5. Ég ætla mér að prjóna hana einn daginn en á bara eftir að finna einhvern sem langar að eiga hana 🙂
Það skemmtilega við Færeyinga er hvað þeir eru duglegir að raða saman munstrum og eru litaglaðir sem ég elska því ég er svo litaglöð og hef gaman af líflegum flíkum sérstaklega á börn.
Mynd frá Facebook bindiklubbur
Læt hér fylgja með uppskriftina af vettlingunum fyrir þær ykkar sem vilja en þessir vettlingar hafa vakið mikla athygli og hrifningu í vetur.
Kveðja
Guðrún María