Ég er búin að vera svo löt í heklinu upp á síðkastið og er langt á eftir með Ferningafjörs ferningana mína. En ég afrekaði þó að klára þessa þrjá ferninga.
Aprílferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm
Mér fannst alveg hreint glatað að hekla þennan ferning og mun sko alls ekki gera það aftur.
Miðjan hjá mér var svo stíf miðað við restina að það var glatað að móta hann til.
Það var fínt að hekla þennan ferning. Hann varð þó ekki jafn flottur hjá mér og ég vonaðist til. Ákvað að hafa blómið einlitt því það varð ekki fallegt hjá mér í tveim litum. Ég varð að stækka ferninginn svo hann myndi passa við hina.
Uppáhalds ferningurinn minn þennan mánuðinn. Finnst hann skemmtilegur og flottur.
Breytti aðeins hvernig ég gerði stuðlana sem fóru niður í næstu umferðir
og bætti við tveim umferðum til að stækka ferninginn.
Þá er ég komin með 15 ferninga í það heila. Ég er orðin smá þreytt á þessari litasamsetningu og er búin að ákveða að gera lítið barnateppi úr þessum ferningum handa lítilli prinsessu sem fæðist í júlí. Vantar bara nokkra í viðbót…og aðeins meira garn.
Ef þú hefur áhuga á að vera memm í Ferningafjörinu smelltu þá hér.
Hekl-kveðjur
Elín c”,)