10/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Blágrænn (1218), Dökkblár (0968)
Nál: 3,5 mm

Mér finnst þetta frekar sætur ferningur. Uppáhalds við hann eru litlu hnútarnir. Ég breytti seinustu tveim umferðum. Fannst ferningurinn svo kúptur á milli horna – sem sé hornin voru svo löng en hliðarnar ekki – að það var ómögulegt að móta hann.

Bakgrunnurinn á myndunum hefur breyst. Ástæðan fyrir því er að nýr sófi var keyptur inn á heimilið. Gamli sófinn var mikið notaður í myndatökur hjá mér en nýji sófinn er of dökkur. Mér finnst þetta voða erfitt – sem sé að myndirnar séu ekki allar eins – og kærastinn minn segir að ég sé sorgleg c”,)

Skildu eftir svar