9/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Tómatrauður (0917), Blágrænn (1218)
Nál: 3,5 mm

Það er 10. janúar en bara 9 ferningurinn. Það merkir ekkert annað en ég er eftir á. Þetta er nefninlega merkilega tímafrekt og ég var bara svo þreytt í gær að ég nennti ekki. Aðdáun mín til þeirra heklara sem hafa tekið að sér að hekla ferning á dag í heilt ár eykst og eykst.

Þessi ferningur er mjög sætur og létt að hekla hann. Ég fíla svona ferninga sem uppskriftin meikar bara sense og það er lauflétt að hekla.

Mæli með þessum ferningi.

(Haldiði að ég hafi ekki gleymt að ýta á publish. Því birtist þetta ekki fyrr en í dag þó þetta hafi verið skrifað í gær. Svona er það þegar mar er þreyttur.)


Skildu eftir svar