11/30

Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Dökkblár (0968), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm
Ég er ástfangin upp fyrir haus af þessum ferningi. Mér finnst alveg frábært að hafa lært að gera þessa snúnu kapla. Grunar að ég eigi eftir að gera fleiri svona.
Ferningurinn var ekki nógu stór samkvæmt uppskriftinni svo ég bætti við þriðja hringnum af snúnu köplunum. Til þess að gera það varð ég að skálda og því fór ég í raun bara eftir uppskriftinni fram að vatnsbláa hringnum. Ég studdist þó við uppskriftina sjálfa til að gera þennan viðauka.
Þetta er einnig fyrsti ferningurinn með nýja bláa litnum. Ég er ekki frá því að hann passi bara betur við en hinn. Enda er þetta mjög fallegur blár litur.

Skildu eftir svar