Perlur – uppskrift í Bændablaðinu

Þegar ég er að finna uppskrift fyrir Bændablaðið koma upp alls konar hugmyndir. Samt sem áður þykir mér oft erfitt að finna uppskrift sem ég held að falli í kramið hjá lesendum blaðsins. Ég reyni þó að vera með miserfiðar uppskriftir þannig að ég nái til sem flestra.

Perlur1m

Peysan Perlur er frekar einföld að prjóna, prjónuð fram og til baka. Ég tel að hún henti vel fyrir byrjendur sem og lengra komnar í prjónaskap. Útkoman er munstruð peysa án þess að blanda saman fleiri litum.

Perlur6

Baby Star garnið munstrar sig sjálft og kemur skemmtilega út.

Perlur7

Mér þykir alltaf gaman að velja tölur á flík og á þessa peysu ganga nokkrir litir af tölum. Ég valdi þessar 15mm, grænu og hvítu sem tóna vel með græna litnum í garninu. Ekki skemmir fyrir þegar tölurnar kosta aðeins 30 kr. á útsölunni hjá okkur.

Útkoman er peysa sem hentar strákum sem stelpum og Baby Star garnið fæst í 11 litum.

Perlur2m

Uppskriftin birtist í Bændablaðinu í dag á bls. 49, einnig er hægt að sækja hana rafrænt hérna á síðunni okkar.

Njótið vel,
Prjónakveðja Guðrún María

Skildu eftir svar