Ofið hekl – leiðbeiningar

Upphafslykkjur: Heklið loftlykkjur þar til þið eruð komin með þá breidd sem þið viljið. Endatalan verður að vera deilanleg með 2. Bætið svo 1 ll við.
1. umf: Heklið 5 ll (telst sem 1 st og 1 ll), 1 st í 6. ll frá nálinni, *1 ll, hoppið yfir 1 ll, 1 st í næstu ll*, endurtakið út umferðina.
2. umf: Heklið 4 ll (telst sem 1 st og 1 ll), 1 st í næsta st fyrri umf, *1 ll, 1 st í næsta stuðul*, endurtakið út umferðina.

Endurtakið 2. umf þar til þið eruð komin með þá lengd sem þið viljið.
– Það kemur vel út að skipta óreglulega um lit þá verður köflótta mynstrið mun skemmtilegra.

Stykkið ykkar ætti þá að líta svona út. Eins konar netamynstur.
Þá er bara að ganga frá endum og byrja á að hekla lengurnar.

Lengjurnar eru einstaklega auðveldar. Þær eru ekkert annað en loftlykkjur. En það tekur lúmskt langan tíma að hekla þær.
– Ég gerði hverja lengju aðeins lengri en trefilinn því það er jú auðveldara að rekja upp en að bæta við eftir á.

Þegar lengjurnar eru tilbúnar þá er komin tími til að þræða þær í gegnum netið.
Til þess notið þið stoppunál og farið sitt á hvað í gegnum götin.

Þegar allar lengjurnar eru komnar í þarf aðeins að tosa til og laga lengjurnar svo þær séu allar jafn strekktar.
– Það mun líklegast snúast aðeins upp á þær. Ég lét það bara vera þannig.
Mér fannst flóknast að ganga frá endunum. En endaði með því að ganga frá endunum þannig að ég þræddi þá upp með lengjunni og festi þannig í leiðinni lengjuna við netið.
– Ég ákvað að hafa neðstu línuna auða/opna til þess að hafa pláss fyrir kögrið.


Einstaklega auðvelt ekki satt c”,)

(Endilega ef þið hafið spurningar eða ábendingar ekki hika við að hafa samband)

Skildu eftir svar