Krukkurnar hennar Gyðu

Ég var spurð að því um daginn hvað ég gerði við allar krukkurnar sem ég hekla. Góð spurning. Ég hekla mun meira en ég kemst yfir að nota sjálf.
Ekki það að mar á nú aldrei of marga kertastjaka á dimmum vetrarkvöldum…eða hvað?

En krukkurnar sem ég á til eru tilvaldar sem afmælisgjafir og fá nú allir sem ég þekki heklaðar krukkur við öll tækifæri.

Þetta eru krukkur sem ég gerði handa Gyðu vinkonu en hún sérpantaði krukkur úr fallegu kúptu sultukrukkunum sem hægt er að fá hér og þar.
Ég varð auðvitað við því þar sem hún Gyða safnar saman öllum krukkum sem koma í hús til hennar og gaf mér einmitt þessar krukkur.

Frú Gyður ný útskrifuð sem Kennari og hinn yndisfagri sonur hennar Þorvaldur

Það þurfti aðeins að aðlaga uppskriftina að krukkunum þar sem þær eru kúptar,
en það var ekkert mál.Er ekkert smá sátt með þessar krukkur…eins og flest allar…en þær koma einstaklega vel út finnst mér.

Skildu eftir svar