Long time no see

Mikið er ég nú búin að vera léleg að blogga. Næstum einn og hálfur mánuður.

Ég er ekki búin að vera alveg jafn löt að hekla…en samt frekar löt líka.

Það sem er svona helst að frétta síðustu vikuna er 15 mín frægð mín eftir að viðtal við mig birtist í Fréttablaðinu. Blaðamaður hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera memm. Ég er alveg smá montin og ánægð með þetta. Meir að segja myndin kom vel út…ég sem var svooo sjálfsmeðvituð allan tímann sem ljósmyndarinn var að smella af.



Við systurnar skelltum okkur svo með Guðrúnardætur vörurnar okkar á Hönnunar- og listamarkaði á Óðinstorgi í gær…á Menningarnótt. Við höfum aldrei verið með sölubás á svona markaði áður og erum bara mjög ánægðar með frammistöðu okkar þarna og árangur.

Vorum sáttar og uppgefnar eftir daginn.











Stærsta frétt vikunnar hjá mér er án efa samt sú að ég hætti í vinnunni minni hjá Já á föstudaginn. Á morgun byrja ég svo aftur í skóla. Förinni er heitið í Menntavísindasvið Hí að læra að vera handavinnukennari…eins og það var kallað þegar ég var lítil.
Er alveg pínu stressuð. En svaka spennt samt.

Hver veit kannski á ég eftir að hafa meiri tíma til að hekla…eða alls ekki c”,)

Skildu eftir svar