Jólin nálgast

Það eru að koma jól, ertu byrjuð/byrjaður að föndra fyrir jólin?

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og mHnífapörin taka sig vel út – frí uppskrift

Við mæðgur höfum mjög gaman af því að prjóna og hekla fíngerða hluti. Nú þegar jólin nálgast förum við að hugsa um hluti til að prjóna eða hekla hluti til skreytinga. Þegar ég legg á borð á aðfangadag þykir mér svo skemmtilegt að draga fram eitthvað sem ég nota bara um jólin. Nú í ár ætla ég að skreyta borðið með sokkum utan um hnífapörin.

Þessir sokkar eru ekki mín hugmynd en ég sá þessa mynd á netinu í fyrra og útbjó mína uppskrift af þeim og þykir þeir ansi krúttlegir og hlakka til að sjá þá á dekkuðu jólaborðinu. Servéttuhringir sem móðir mín gaf mér fyrir mörgum árum hafa verið mikið notaðir, þeir verða ekki gleymdir en fá hvíld nú um jólin. Þessir eru heklaðir af konu sem bjó í sama húsi og móðir mín, því miður veit ég ekki nafn hennar.

heklaður servéttuhringur merktur minnkaður

Árið 2012 hannaði ég þessar prjónuðu bjöllur á ljósaseríur. Þar sem ég er lítill heklari en hafði ég lengi horft á allar bjöllurnar sem voru heklaðar um allt og langaði líka í mína seríu. Flottar bjöllur og fallegar á ljósaseríu.

Bjöllur allar merkt minnkudUppskriftin af 4 prjónuðum bjöllum kostar kr 900 og þú getur keypt hana hérna

hekluð sería frá EKG merkt

Hún Elín er með svo margar útgáfur af bjöllum. Smelltu hér til að skoða úrvalið hennar.

Prjónað utan um jólakúlur var verkefni fyrir jólin 2013. Fíngert prjón höfðar mikið til mín og þessar kúlur eru prjónaðar á prjóna nr 2-2½ úr heklgarni nr 10. Þær taka sig vel út á jólatré, sem pakkaskraut, saman í skál eða hvar sem hugarflugið leiðir þær.

prjónadar allar merktAllar 3 tegundir saman komnar, uppskrift fæst hér

jólakúla á tre merktJólakúlan tekur sig vel út á jólatré

Heklaðar jólakúlur voru líka hannaðar af Elínu og gaman að blanda saman hekluðum og prjónuðum jólakúlum.

Heklaðar saman merkt minkud

Jólin eru skemmtilegur tími og það er virkilega gaman af því að hanna fyrir jólin. Ég á 4 dætur og hún Guðmunda mín hannar mikið smáhluti sem hún saumar. Flott handverk hjá henni og gaman að skreyta jólapakka með munum frá henni.

Gudrunardaetur merktKíktu á Facebook síðu hennar og skoðaðu úrvalið.

Við verðum með jólanámskeið þar sem bæði prjónað og heklað verður fyrir jólin:
Akureyri
Grindavík
Reykjavík

Skoðaðu uppskriftirnar okkar:
– Jólasokkur – frí uppskrift (.pdf)
Fríar prjónauppskriftir
Fríar hekluppskriftir
Seldar prjónauppskriftir
Seldar hekluppskriftir

Góða helgi til allra

– Prjónakveðja, Guðrún María

Skildu eftir svar