Jóla Jóla

Ég fékk snemmbúna jólagjöf frá Guðmundu systur…


…sem mér var skipað að opna strax.


Á pakkanum var falleg uglu næla sem fer mér mjög vel þótt ég segi sjálf frá.


Og inní pakkanum var jólaskraut. Mottu-jólaskraut! En þeir sem þekkja mig vita að ég er með mottublæti!

Ég fann þetta skraut á Flickr í fyrra og hef ekki getað hætt að hugsa um það. En ég var búin að steingleyma því að ég hafði beðið Guðmundu um að gera svona handa mér.

Ég gat ekki beðið eftir að komast heim til þess að hengja motturnar á jólatréð mitt. Þær taka sig svona glimmrandi vel út á trénu c”,)





Einn daginn mun ég eiga stórt stórt jólatré sem nær alla leið upp í loft og á því verður pláss fyrir allt jólaskrautið sem mig langar að eiga. Mig hlakkar til þegar ég á svona tré eins og var heima hjá ömmu þegar ég var lítil. Á því var alls konar skraut sem hún hafði safnað í gegnum árin.

Í dag er skrautið á trénu okkar bland af jólakúlum, föndri frá Mikael, hekli, nýju mottunum og jólanammi.

Ég elska að setja upp jólatréð get horft á það út í eitt.


Eitt af perlaða skrautinu sem Mikael hefur gert.


Á trénu eru líka tvær jólakúlur sem ég föndraði fyrir nokkrum árum. Mér finnst þær ekkert sérlega fallegar í dag. En þar sem það eru myndir af Mikael inní þeim þá vill hann hafa þær á trénu og er mjög montinn af þeim.


Þó svo að föndrið mitt sé ekki mikið fyrir augað þá sóma myndirnar af honum sig vel á trénu.

Skildu eftir svar