Í dag er ár síðan litla frænka mín Emilía Mist fæddist andvana.
Furðulegt hvað tíminn líður hratt.
Við fjölskyldan vorum saman í kvöld og minntumst Emilíu. Fórum upp í kirkjugarð, kveiktum á kertum og borðuðum góðan mat saman.
Ég gaf svo Petreu systir þessa krosssaums mynd.
Sá þessa mynd á Flickr fyrir 2 árum síðan og hef ekki getað hætt að hugsa um hana síðan.
Stafina fékk ég svo úr gömlu mynstri sem ég átti inní skáp.
Raminn er úr IKEA.