Heklaður púði – uppskrift í Bændablaðinu

Ég hef lengi verið á leiðinni að hekla mér púða en aldrei látið verða af því…fyrr en nú. Ég heklaði mér þennan gyllta púða úr mynstri sem ég kalla Horna á milli, á ensku heitir það Corner to Corner eða c2c. Þetta er mjög skemmtilegt mynstur og afskaplega einfalt að hekla. Ég hef verið að kenna þetta mynstur á Teppahekl námskeiðunum hjá okkur og það hefur vakið mikla lukku.

c2cpudi1

Ég notaði Kartopu Basak og Frapan í púðann. Ég valdi þetta garn því ég er mjög hrifin af Basak og nota það mikið. Frapan er skrautgarn og ég valdi það til þess að “pimpa púðann aðeins upp” eins og sagt er á góðri íslensku. Ég prufaði tvær ólíkar litaraðir og finnst þær bara virka báðar mjög vel.

c2cpudi3

c2cpudi2
Frapan gerir mjög mikið fyrir púðann. Þegar sólin skín inn um gluggann þá glitrar á hann…og það gleður mig.

c2cpudi5

Það besta við Basak er að það er hægt að fá það í svo mörgum litum. Ég hef sett saman nokkrar litasamsetningar sem hægt er að fá og mér finnst þær allar flottar…þótt ég segi sjálf frá.
basak-frapan7 basak-frapan6 basak-frapan5 basak-frapan4 basak-frapan3 basak-frapan1 basak-frapan2
Uppskriftin að púðanum er að finna í Bændablaðinu sem kom út í dag 11. júní (bls. 49) og er einnig hægt að sækja á síðunni okkar.

Vona að það uppskriftin komi að góðum notum. Góða skemmtun!

Hekl kveðjur
Elín c”,)


Skildu eftir svar